Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Thelma „Trunt“ varar börn við TikTok „trendum“: „Aldrei þiggja far með ókunnugum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Thelma Rut Elíasdóttir TikTok-stjarna varar börn við að þiggja far með ókunnugum.

Hin 19 ára TikTok-stjarna Thelma Rut eða Thelma Trunt eins og hún kallar sig gjarnan, er með 25.700 fylgjendur en margir þeirra eru börn. Í gær birti Mannlíf frétt af meintum leik hjá ungum drengjum þar sem þeir mönuðu hvorn annan upp í að biðja ókunnuga um far. Var þetta haft eftir konu sem skrifaði um málið á Facebook. Hafði konan áhyggjur af því að þessi leikur væri runninn undan rifjum TikTok en þar má finna ógrynni af svokölluðum „trendum“ eða tískubólum í formi leikja eða áskorana, misgáfulegra.

Drengirnir höfðu svo samband við Mannlíf og sögðust aðeins hafa verið að grínast. Thelma Rut hafði áhyggjur af málinu og birti myndskeið á TikTok sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þar brýnir hún fyrir ungum fylgjendum sínum að þiggja aldrei far með ókunnugum.

Thelma sagði í samtali við Mannlíf að oft sé talað illa um TikTok-miðilinn en lítið talað um þá sem vilja bæta og breyta TikTok-samfélaginu. Sagðist hún hafa séð grein Mannlífs um að drengirnir segðust aðeins hafa verið að grínast en að þrátt fyrir það verði að brýna fyrir börnum að fara varlega þegar snýr að „trendum“.

„Mér finnst þetta vera mál sem mætti fjalla meira um þar sem mikil hætta er á að börn fari að fylgja TikTok trendum eftir,“ sagði Thelma Rut við Mannlíf.

Í myndbandinu hér fyrir neðan brýnir Thelma Rut fyrir börnum að hlusta á foreldra sína og „aldrei þiggja far með ókunnugum“.

@thelmi.truntEndilega deilið þessu áfram svo sem flestir séu meðvitaðir um þennan stórhættulega leik❤️♬ snowfall – Øneheart & Reidenshi
- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -