Lögregla stöðvaði í gærkvöldi ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Við nánari athugun kom í ljós að ökumaðurinn mátti ekki keyra bíl en viðkomandi hafði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota.
Skömmu síðar stöðvaði lögregla aðra bifreið. Ökumaðurinn blés undir mörkum og var honum því gert að stöðva akstur. Lögregla lagði bíl viðkomandi í bílastæði. Þá stöðvaði lögregla tvo ökumenn til viðbótar vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Báðir ökumennirnir reyndust vera án ökuréttinda. Að öðru leyti var nóttin hjá lögreglu tiltölulega róleg ef marka má dagbók lögreglu.