„Þetta er Gustav Witzøe junior. Hann á meirihlutann í Kvarv. Kvarv á megnið af SalMar. SalMar á megnið af Icelandic Salmon AS. Icelandic Salmon AS hét áður Arnarlax AS.
Arnarlax er fyrirtækið sem spilltir íslenskir stjórnmálamenn gáfu endurgjaldslaust, 40 milljarða króna virði af almannaeigum Íslendinga, í formi aðstöðu til laxeldis á Vestfjörðum.
Daginn eftir þann gjörning hækkuðu verðbréf Arnarlax AS um 40 milljarða í kauphöllinni í Oslo.
Í gær greiddi Gustav Witzøe junior sjálfum sér 17,68 milljarða í arð útúr Kvarv.
Helvítis Fokking Fokk…“
Þetta skrifar Jón Helgi Þórarinsson forritari á Facebook en í samtali við Mannlíf bendir hann á að þetta hafi flest komið fram í norskum fjölmiðlum. Gustav Witzøe yngri er fæddur árið 1993 og fæddist svo sannarlega með silfurskeið í munninum.
Faðir hans er fimmti ríkasti Norðmaðurinn en Witzøe fjölskyldan hefur þénað milljarða á eldislaxi. Witzøe eldri flutti auð upp á 20 milljarða norskra króna til sonar síns Gustav Witzøe yngri þegar sonurinn var 13 ára.
Gustav Witzøe eldri hefur barist gegn auðlegðarskatti í Noregi en í norskum fjölmiðlum er haft eftir honum stór hluti þessa arðs renna til ríksins. Við Íslendingar getum þvi huggað okkur við það að peningurinn sem var hafður af okkur mun á endanum fara í digra sjóði norska ríkissjóðsins.