Föstudagur 27. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Þessir eru ákærðir í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar – Götuvirði efnanna um tveir milljarðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu eiga lítinn sakaferil að baki en hafa sumir áunnið sér virðingu í samfélaginu fyrir störf sín. Það eru því hálfgerðir góðborgarar sem ákærðir hafa verið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. DV greindi frá nöfnum hinna ákærðu.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa staðið að innflutningi á um 100 kílóum af kókaíni sem voru flutt til landsins falin í trjádrumbum í timbursendingu. Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá var Páll Jónsson timursali handtekinn vegna málsins. Málið er það stærsta sem komið hefur til kasta íslensku lögreglunnar. Fundist hafði áður óheyrt magn af kókaíni í gámi með timbri sem kom frá Brasílíu í Sundahöfn. Timbursendingin hafði viðkomu í Hollandi. Tollverðir þar í landi fundu efnið og létu íslensk yfirvöld vita.

Sjá einnig: Timbursali var handtekinn í stærsta fíkniefnamáli Íslands – „Ég hef ekkert við þig að tala, vina“

Viðtakandi sendingarinnar, Páll timbursali, var handtekinn þegar hann vitjaði innihalds gámsins. Aðild hans að málinu kemur nokkuð á óvart. Hann á að baki sorgarsögu þar sem sonur hans lét lífið vegna ofneyslu eiturlyfja. Mannlíf fjallaði um mál timbursalans.

Mennirnir heita Páll, Daði Björnsson, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson. Páll er 67 ára gamall og hefur stundað innflutning á timbri. Fyrirtæki hans heitir Hús og Harðviður en í ákæru segir að fyrirtækið hafi verið notað í peningaþvætti í tengslum við kókaínsmyglið. Götuvirði efnanna er talið nema um tveimur milljörðum króna.

Meðal ákærðra er einnig Jóhanns Páll Durr, 28 ára gamall en hann er fyrrverandi liðstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Hann er sakaður um að hafa aflað sér eða tekið við með ólöglegum hætti ríflega 17 milljónum króna.

- Auglýsing -

Birgir Halldórsson er sagður hafa tekið við, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum fyrir samtals rúmlega 13 milljónir króna. Geymdi hann peningana og notaði til eigin framfærslu. Birgir er fæddur árið 1995,

Daði Björnsson er sakaður um peningaþvætti sem nemur rúmlega 16,3 milljónum króna. Hann er fæddur er árið 1992.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -