„Þegar ég stend upp þá sé ég bara að það er einhver bútur út úr bakinu mínu – bara hangandi út og þá fattaði ég að ég hefði verið stunginn,“ segir Lúkas Geir, einn þeirra þriggja gesta sem stungnir voru á skemmtistaðnum Bankastræti Club fyrir helgi.
27 manna hnífaher sem huldi höfuð sín réðist á þrjá menn um tvítugt á Bankastræti Club. Þremenningarnir særðust alvarlega í hnífaárásinni en eru ekki taldir í lífshættu. Hótanir höfðu gengi á milli mannanna á samfélagsmiðlum fyrir árásina.
Sjá einnig: Margstunginn á Bankastræti Club og sendir kveðju frá sjúkrabeði: „Nokkrar stungur, ekkert stress!“
Lúkas og félagi hans, John Sebastian eru enn á sjúkrahúsi vegna áverka sem þeir hluti í árásinni. Vinur þeirra, ungur drengur sem kallar sig Luffro, var líka stunginn. Þrátt fyrir að 27 árásarmenn hafi ráðist að honum með hnífum virðist hann hvergi banginn í kveðju sem hann sendir frá sjúkrabeðinu og birti á samfélagsmiðlum:
„27 að ráðast á 3 og við erum enn labbandi. Nokkrar stungur, ekkert stress.“
Lúkas og John ræddu árásina við útsvarpsmanninn Gústa B.
„Svo bara kemur hópur af grímuklæddum mönnum bara rushar á okkur. Við héldum að þetta væru svona fimmtán þangað til lögreglan bara sagði við okkur: Svo kemur í ljós að þeir voru 27. Ég held þeir séu bara jealous því við erum með mikla athygli á okkur,“ segir Lúkas og bætir við:
„Í flestum tilvikum þá veistu ekki að þú sért stunginn fyrr en þú sérð það sjálfur.Ég get sagt þér það að þessir drengir eru búnir að vera með stríð við okkur í svolítið góðan tíma. Því þeir vilja vera mennirnir. Þeir þurfa að vera 27 saman til að ná okkur þremur. Þetta eru bara skíthælar. Við vorum bara á latino-kvöldi.“
Sjá einnig: Birgitta Líf opnar sig um hnífaárásina í nótt: „Þökkum Guði að ekki fór verr“
Hótanir flugu á víxl opinberlega á samfélagsmiðlum skömmu fyrir árásina á Bankastræti Club. Mennirnir eru sagðir hafa verið „í stríði“ á samfélagmiðlum og greinilegt að fram fór uppgjör í undirheimunum á Bankastræti Club.
Einn af eigendum skemmtistaðarins, Birgitta Líf Björnsdóttir, er afar þakklát öllum þeim sen hjálpuðu á staðnum eftir hina alvarlegu hnífaárás. „Við hjá Bankastræti umberum ekki ofbeldi af neinu tagi og leggjum mikið upp úr öryggi gesta okkar og þjálfun starfsfólks,“ segir Birgitta Líf. „Þökkum guði að ekki fór verr. Ofbeldi á hvergi heima,“ bætir hún svo við.
Sjá einnig: Hettuklæddir hnífamenn réðust inn á Bankastræti Club – Þrír slasaðir eftir hnífaárás
Hinir særður eru góðvinir Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Afplánar Gabríel nú dóminn í fangelsinu á Hólmsheiði en var hann fyrr á árinu dæmdur í átján mánaða fangelsi. Dómurinn var vegna endurtekna líkamsárása, þjófnaðar, fíkniefnalagabrots og brot gegn valdstjórninni.
Daginn eftir árásina sendi Gabríel einnig frá sér kveðju á samfélagsmiðlum, þar sem hann er augljóslega reiður eftir árásina á Luffra og aðra vini sína: