Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Þetta er eina leiðin í sóttvarnaraðgerðum að mati Jón Steinars

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, er þeirrar skoðunar að taka eigi völdin af misvitrum stjórnmálamönnum og sérfræðingum þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum gegn Covid-19 hérlendis. Honum finnst íslenska leiðin minna á einkenni Sovíetríkjanna sálugu. Besta leiðin felist í því að hver og einn passi upp á sjálfan sig og treysta verði borgurum landsins fyrir eigin málum.

Þetta er meðal þess sem Jón Steinar ritar í aðsendri grein í Morgunblaðið. Við skulum einfaldlega gefa dómaranum fyrrverandi orðið:

„Á fyrri hluta síðustu aldar orti Jóhannes úr Kötlum nafntogað kvæði „Sovét-Ísland – óskalandið – hvenær kemur þú?“ Hér var á ferðinni ákall eða draumsýn þeirra tíma kommúnista um sæluríkið sem þeir vildu koma á fót. Nú vita allir að þetta var í raun ákall um stofnun alræðisríkis, þar sem valdhafar færu með allt þjóðfélagsvald og drottnuðu yfir borgurum. Við þekkjum núna átakanlegar frásagnir af lífi manna og skelfilegum örlögum þeirra í þeim ríkjum sem komu á hinu sovéska stjórnskipulagi.

Kvæði Jóhannesar fól í sér ákall um að koma slíku skipulagi á hér á landi. Að vísu verður að ætla að hvorki honum né skoðanabræðrum hans á Íslandi hafi verið ljóst hvers kyns ógnir og mannréttindabrot reyndust óhjákvæmilegir fylgifiskar draumsýnarinnar um sovétið. Það fól samt í sér samsöfnun alls þjóðfélagsvalds í hendur manna sem höfðu náð völdum.

Mannkynssagan er uppfull af dæmunum um hvernig alræðisvald í höndum fárra fer með borgara sína. Þó að mannkynið eigi að hafa lært af reynslunni eru samt margir, kannski flestir, borgarar á þeirri skoðun að viðspyrna gegn vá, eins og t.d. veiru sem fólk smitast af, felist í því að koma á sovésku skipulagi. Í því felst að heimild borgara til að ráða sér sjálfir er afnumin eða skert og valdið falið handhöfum ríkisvalds á hendur.

Sérfræðingar leggja ráðamönnum til hugmyndir um frelsisskerðingar undir þeim formerkjum að verið sé að vernda fólkið. Einkenni sovétsins leyna sér ekki. Þau felast meðal annars í að tjáskipti ríkis og borgara fara aðallega fram í aðra áttina, þ.e. frá ríkinu og til borgara, sem oft eiga engan kost á að fá svör við spurningum um réttlætingu þessarar valdbeitingar gagnvart þeim sjálfum. Ætla verður að þessi ráð séu vanmáttug.

- Auglýsing -

Besta vörnin felst áreiðanlega í að bjóða fram lyf og bóluefni sem hver og einn borgari á kost á að fá, en gera síðan í meginatriðum ráð fyrir að hver og einn passi upp á sjálfan sig. Það er að minnsta kosti allt of mikið í húfi til að réttlætanlegt sé að taka völdin af borgurum um eigin hag þeirra og fá þau misvitrum stjórnmálamönnum í hendur. Við ættum því að snúa af þessari leið og taka aftur til við að treysta borgurum fyrir forræði sinna eigin mála.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -