Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Þetta er glatað og eitthvað sem maður skammast sín fyrir sem Hafnfirðingur“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er okkur Hafnfirðingum ekki til sóma og það á ekkert barn að mæna á göturnar í bænum á meðan önnur börn mæta glöð í skólann,“ segir Símon Birgisson kennari í Hafnarfirði. Hann ritar færslu á Facebook vegna þess að nú eru 39 börn í bænum sem ekki fá skólavist þar. Öll eru þau börn flóttafólks.

„Þetta eru ótrúlegar tölur og eitthvað sem maður hálfpartinn skammast sín fyrir sem Hafnfirðingur,“ segir Símon sem kennir við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.

„Ég þekki þetta mál af eigin reynslu. Eitt af þessum flóttamannabörnum er stelpa sem var í leikskóla með tvíburunum mínum – útskrifaðist með þeim og heillaði alla með brosinu sínu og húmor. Þessi stelpa var ekki komin með skólavist í september þegar allir hennar vinir voru löngu mættir með nýja tösku og nesti í skólann. Hún var ein af þessum 40 börnum en fékk sem betur fer skólavist í Hraunvallaskóla í byrjun október. Ef hún hefði ekki haft stuðningsnet í kringum sig frá leikskólanum og okkur foreldrum, sem skildum ekkert í því af hverju hún var ekki í skólanum með vinum sínum, væri hún líklega enn utan skólakerfisins í Hafnarfirði,“ segir hann og bætir við:

„Byrjum nóvember þannig að ekkert barn sé í bænum án skólavistar. Sama hvað manni finnst um þessi flóttamannamál og hversu flókin þau eru þá eigum við alltaf að taka utan um börnin og veita þeim þá umhyggju og menntun sem þau eiga skilið”.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -