Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af honum á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans.
„Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað,“ sagði Guðjón meðal annars í skýrslutökunni hjá lögreglunni. Stundin greinir frá.
Sjá einnig: Faðir Sigríðar selur byssur á netinu – Allsendis óvíst hvort hann tengist hryðjuverkamálinu
Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hér á landi báru við yfirheyrslur að hálfsjálfvirkt skotvopn í þeirra fórum væri fengið frá Guðjóni, vopnasala og föður ríkislögreglustjóra. Þá hefði Guðjón keypt þrívíddarprentað skotvopn af öðrum mannana.
Öllu þessu hafnaði Guðjón í yfirheyrslu lögreglunnar og bauðst til að fara í lygapróf því til staðfestingar. „Já. Ef þú vilt þá skal ég fara í þarna ef þið hafið einhvers konar þarna lyga, lygapróf þá er það bara sjálfsagt. Ég hef aldrei átt þrívíddarprentað skotvopn. Ég hef aldrei séð það nema bara á myndum, í sjónvarpinu og aldrei handleikið það. Er þetta nógu skýrt?,“ spurði Guðjón lögregluna og bætti við:
Sjá einnig: Guðjón sagði útlendingum að hunskast heim til sín: „Það bara fauk í mig“