Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Þetta þáði Bankasýslan að gjöf á einu ári – „Heitir þetta ekki mútur?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í aðdraganda sölunnar á Íslandsbanka bauð bankinn Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslunnar, tvisvar út að borða. Í fyrra skiptið var reikningurinn upp á 34 þús. kr. á mann og í seinna skiptið hljóðaði reikningurinn upp á 48 þús. kr. á mann.

Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslunnar til Alþingis. Í minnisblaðinu kemur fram að Jón Gunnar borðaði tuttugu sinnum í hádeginu í boði hagsmunaaðila, en það kemur ekki fram hversu háir reikningarnir voru. Eina sem er vitað er að Jón borgaði ekki reikningana sjálfur og það gerðu ekki heldur þeir starfsmenn Bankasýlsunnar sem með honum voru í för.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson birti á Facebook-síðu sinni úr minnisblaðinu til þingsins og undir þræðinum spyrja ýmsir: „Heitir þetta ekki mútur?“:  Hér fyrir neðan má sjá hvað það er sem Jón Gunnar og félaga hjá Bankasýslu ríkisins þáðu á því ári sem um ræðir:

 

Frá 23. apríl 2021 og til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins 20 vinnufundi þar sem veitingar voru í boði með ýmsum fjármálafyrirtækjum. Starfsmenn stofnunarinnar áttu ekki slíka fundi með neinum öðrum aðilum. Þessa fundi átti stofnunin með eftirtöldum fjármálafyrirtækjum (í stafrófsröð): ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Þessir vinnufundir áttu sér yfirleitt stað í hádeginu, þ.e. aldrei kvöldverðarfundir, og var um að ræða hóflegar veitingar í samræmi við það. Kostnaður við veitingar á hvern þátttakenda var því óverulegur.

 Málsverðir í tengslum við frumútboð

Til að fagna frumútboði á hlutum í Íslandsbanka, sem lauk í júní 2021, voru haldnir tveir kvöldverðir, sem starfsmenn Bankasýslu ríkisins sóttu.
24. september 2021
Kvöldverður með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þáttakanda var um 34 þúsund kr., sem greiddur var af bankanum. (Forstjóri og starfsmenn).
30. nóvember 2021
Kvöldverður með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund kr., sem var greiddur af þremur umsjónaraðilum útboðsins.
(Forstjóri og starfsmenn).
Tækifærisgjafir
Eftirfarandi tækifærisgjafir voru gefnar um jól og áramót 2021 til að þakka fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið fyrr á árinu. Í öllum tilfellum var um að ræða gjafir til starfsmanna stofnunarinnar frá eftirtöldum aðilum (í stafrófsröð).
Frá ACRO verðbréfum
Vínflaska. Kostnaður var um 4.000 kr.
Frá Íslenskum verðbréfum
Tvær vínflöskur. Samtals kostnaður var um 8.000 kr.
Frá Landsbankanum
Konfektkassi. Kostnaður var 4.067 kr.
Frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco
Kokteilasett. Kostnaður við hverja jólagjöf var um 20 þúsund kr.
Frá verðbréfmiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
Stöðluð jólagjöf bankans til stærri viðskiptavina þessara deilda. Ein léttvínsflaska og smáréttir. Kostnaður við hverja jólagjöf var um 14 þúsund kr.
Frá vini forstjóra, sem starfar hjá fjármálafyrirtæki
Flugeldur. Kostnaður var um 2.500 kr. Þetta hefur verið staðfest sem vinagjöf af viðkomandi einstaklingi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -