Í aðdraganda sölunnar á Íslandsbanka bauð bankinn Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslunnar, tvisvar út að borða. Í fyrra skiptið var reikningurinn upp á 34 þús. kr. á mann og í seinna skiptið hljóðaði reikningurinn upp á 48 þús. kr. á mann.
Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslunnar til Alþingis. Í minnisblaðinu kemur fram að Jón Gunnar borðaði tuttugu sinnum í hádeginu í boði hagsmunaaðila, en það kemur ekki fram hversu háir reikningarnir voru. Eina sem er vitað er að Jón borgaði ekki reikningana sjálfur og það gerðu ekki heldur þeir starfsmenn Bankasýlsunnar sem með honum voru í för.
Píratinn Björn Leví Gunnarsson birti á Facebook-síðu sinni úr minnisblaðinu til þingsins og undir þræðinum spyrja ýmsir: „Heitir þetta ekki mútur?“: Hér fyrir neðan má sjá hvað það er sem Jón Gunnar og félaga hjá Bankasýslu ríkisins þáðu á því ári sem um ræðir:
Frá 23. apríl 2021 og til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins 20 vinnufundi þar sem veitingar voru í boði með ýmsum fjármálafyrirtækjum. Starfsmenn stofnunarinnar áttu ekki slíka fundi með neinum öðrum aðilum. Þessa fundi átti stofnunin með eftirtöldum fjármálafyrirtækjum (í stafrófsröð): ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Þessir vinnufundir áttu sér yfirleitt stað í hádeginu, þ.e. aldrei kvöldverðarfundir, og var um að ræða hóflegar veitingar í samræmi við það. Kostnaður við veitingar á hvern þátttakenda var því óverulegur.
Málsverðir í tengslum við frumútboð