Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, sagði í samtali við fréttamann vísis að nú sé upplýsingaöflun í gangi og að þyrla landhelgisgæslunar sé að fara í loftið og samhæfingarmiðstöð Almannavarna hefur verið virkjuð.
„Við erum að taka stöðuna á því nákvæmlega hvar þetta er. Þetta virðist vera frekar stórt, miðað við fyrri gos á Reykjanesskaganum.“
Almannavarnir undirstrika að fólk fari ekki á staðinn:
„Ástæðan er einfaldlega sú að við erum enn að fara yfir hvernig þetta er og hvernig þetta liggur. Það er mikilvægt að við náum því. Þess vegna biðjum við fólk vinsamlega og ítrekað að fara ekki af stað og gefa viðbraðgsaðilum pláss.“