- Auglýsing -
Þingvallavegur er lokaður við Álftavatn vegna alvarlegs umferðaslyss sem varð á veginum í morgun.
Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu á Facebook þar sem fram kom að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á Þingvallavegi en einn aðili var í ökutækinu en ekki er hægt að segja til um ástand hans að svo stöddu. Rannsókn stendur yfir á vettvangi. Vegna slyssins er Þingvallavegur lokaður við Álftavatn.