Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Þjálfari Íslands vill ekki keppa við Ísrael: „Gæti orðið erfitt and­lega fyr­ir leik­menn­ina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Åge Harei­de, landsliðsþjálfari Íslands, vill ekki spila við Ísrael.

„Til­finn­ing­in er sú að þetta gæti orðið erfitt and­lega fyr­ir leik­menn­ina,“ sagði Åge Harei­de, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is um fyrirhugaðan landsleik Íslands gegn Ísrael sem fer fram í mars.

Mikil umræða hefur skapast undanfarna daga um landsleikinn og hafa margir talið að Ísland eigi að neita að spila við Ísrael, í ljósi þess að 26 þúsund Palestínumenn hafi verið drepnir af stjórnvöldum þar ytra, líkt og var gert við Rússland í framhaldi af innrás þeirra í Úkraínu. Munurinn er þó að Knattspyrnusamband Evrópu hefur ekki rekið Ísrael úr keppni líkt og var gert við Rússland á sínum tíma en leikurinn við Ísrael er hluti af umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða. Þó er rétt að taka fram að í yfirlýsingu sem KSÍ sendi frá sér um Rússland var tekið fram að þessi ákvörðun væri ákvörðun stjórnar sambandsins og á við um alla leiki, hvort sem þeir væru á vegum Knattspyrnusambands Evrópu eða ekki.

„Ég myndi helst ekki vilja spila gegn Ísra­el, óháð hvaða íþrótt og eins og staðan er í dag, en það er mik­il­vægt að halda póli­tík og stjórn­mál­um aðskild­um frá íþrótt­um að mínu mati,“ sagði landsliðsþjálf­ar­inn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -