Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Þjóðminjavörður um ráðgátuna í Ráðherrabústaðnum: „Kítlar alveg ímyndunaraflið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðminjavörður segir beinafundinn í Ráðherrabústaðnum kítli ímyndunarafl þjóðarinnar.

Þjóðminjasafnið hefur nú tekið við umsjón á höfuðkúpubrotunum sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum en Íslensk erfðagreining rannsakar nú uppruna þeirra.

Fram hefur komið í fréttum að ekki sé grunur um glæpsamlegt athæfi í tengslum við beinafundinn en talið er að beinin hafi verið gömul þegar þeim var komið fyrir í húsinu.

Mannlíf spurði Hörpu Þórsdóttur, þjóðminjavörð um það hvort einhverjar hugmyndir séu um ástæðu þess að beinin hafi verið geymd á milli þiljanna segir Harpa Þórisdóttir Þjóðminjavörður að þær séu fáar. „Nei, þetta eru allt bara getgátur sem eru uppi og sennilega fáum við aldrei upplýsingar um það.“

Aðspurð hvort þetta verði ekki að teljast sjaldgæfur fundur, svaraði Harpa: „Sko, það er auðvitað ekkert sem er til í húsagerð sem segir að það eigi að setja mannbein í hús.“ En hvað með hjátrú? „Nei, ekkert sem talað er um. En það þekkist að bein hafi fundist en af hverju þau enda á svona stað, undir gólfþjölum, við bara áttum okkur ekki á því.“

Harpa segir að beinin hafi nú verið send í C-14 aldursgreiningu en segir ekki ólíklegt að beinin séu talsvert gömul. „En það er sem sagt enginn grunur um eitthvað glæpsamlegt og að það sé sót á þeim, maður kann svo sem ekki skýringu á því heldur, hvort þetta sé úr einhverju þar sem eitthvað hráefni var sótt til uppfyllingar, ég hef ekki hugmynd um það.“

- Auglýsing -

Þá segir Harpa að málið sé mjög sérstakt. „Þetta er mjög sérstakt fyrir þetta hús auðvitað og af því að þjóðin hefur gaman af glæpasögum, þá kítlar þetta alveg ímyndunaraflið,“ sagði Harpa og hló. Aðspurð hvort Katrín Jakobsdóttir skrifi ekki um þetta í næstu spennusögu sinni svaraði hún: „Ég held að það verði einhverjir vonsviknir ef ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -