Sunnudagur 5. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Þjófar brutu rúðu og létu greipar sópa – Bílstjóri grunaður um vopnalagabrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það voru innbrotsþjófar á ferð í Laugardalnum í gær en lögreglu barst tilkynning að rafskútu hafi verið stolið úr íbúðargeymslu. Síðar um nóttina var brotist inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur. Þar höfðu þjófar brotið rúðu og haft á brott með sér ipad og sjóðsvél.

Í Hafnarfirði stöðvaði lögregla ökumann sem reyndist vera undir áhrifum vímuefna en er hann einnig grunaður um brot á vopnalögum. Farþegi í bílnum er grunaður um vörslu fíkniefna. Þá stöðvaði lögregla fjóra aðra ökumenn sem allir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá virðist nóttin hafa verið nokkuð róleg ef marka má dagbók lögreglu að þessu sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -