Það voru innbrotsþjófar á ferð í Laugardalnum í gær en lögreglu barst tilkynning að rafskútu hafi verið stolið úr íbúðargeymslu. Síðar um nóttina var brotist inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur. Þar höfðu þjófar brotið rúðu og haft á brott með sér ipad og sjóðsvél.
Í Hafnarfirði stöðvaði lögregla ökumann sem reyndist vera undir áhrifum vímuefna en er hann einnig grunaður um brot á vopnalögum. Farþegi í bílnum er grunaður um vörslu fíkniefna. Þá stöðvaði lögregla fjóra aðra ökumenn sem allir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá virðist nóttin hafa verið nokkuð róleg ef marka má dagbók lögreglu að þessu sinni.