Lögregla handtók í gærkvöldi mann sem var var valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var látinn gista í fangaklefa lögreglu. Fyrr um kvöldið barst lögreglu tilkynning vegna þjófa sem höfðu brotist inn í bílskúr. Ekki kemur fram hvort einhverju hafi verið stolið en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.
Fáein hávaða útköll komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt og einn var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá kemur fram í dagbók lögreglu að heilt yfir hafi nóttin verið mjög róleg. Aðeins nokkur útköll hafi verið með sjúkrabíl ásamt fáeinum aðstoðarbeiðnum.