Lögreglu barst tilkynning um þjófnað í Kringlunni í gær. Aðilarnir reyndust undir sakhæfisaldri og var málið því unnið í samráði við foreldra og barnavernd gert viðvart. Í miðbænum hrasaði maður á göngustíg og hlaut áverka á andliti. Maðurinn var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild. Í hverfi 108 var brotist inn í bifreið, lögregla rannsakar málið.
Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um bifreið sem áður hafði verið tilkynnt stolin en var nú komin á ný skráningarnúmer. Lögregla handtók tvo aðila sem voru í bifreiðinni og voru þeir látnir gista í fangaklefa. Í Hlíðunum var óskað eftir aðstoð lögreglu eftir að óvelkominn ölvaður maður gekk þar inn. Maðurinn ræddi við lögreglu og hélt sína leið að því loknu. Í Hafnarfirði kom lögregla ölvuðum manni til bjargar þar sem hann ráfaði stefnulaus á göngustíg. Manninum var ekið til síns heima. Síðar um kvöldið stöðvaði lögregla bifreið. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir löaldri og undir áhrifum vímuefna. Foreldrum var gert viðvart og tilkynning send til barnaverndar.