Þriðjudagur 29. október, 2024
4.2 C
Reykjavik

Þolandinn þarf að vilja hlusta á gerandann: „Það vantar vissulega fyrirmyndir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er í mjög fáum tilvikum sem gerenduraxla ábyrgð. Í þeim tilvikum sem ég man eftir í þessari MeToo-bylgju þá hefur það samt yfirleitt verið klaufalega gert. Það hefur til dæmis ekki verið gert í samráði við þolendurna og það hefur ekki verið öxluð full áabyrgð,“ segir Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur og formaður baráttuhópsins Líf án ofbeldis.

Aðspurð hvort, að hennar mati, hún telji það geta gerst að gerendur, sem hafa vísað ásökunum á bug, sjái að sér – stígi fram og játi, segir Gabríela:

„Hvað marga gerendur varðar, þá eru þeir að einhverju leyti aldir upp í umhverfi þar sem að þeir eru ekki látnir bera ábyrgð á sjálfum sér. Þá er fjölskyldan oft líka ekki tilbúin til að horfast í augu við að barnið sé búið að brjóta á einhverjum öðrum. Það verður miklu erfiðara fyrir gerandann að horfast í augu við gjörðir sínar, ef foreldrar eða systkini eru bara: „nei, þú gerðir þetta ekki“.“

Ljóst er að lítið er um að dæmi þess að gerendur hafi stigið fram og jafnvel gefið til baka.„Það vantar vissulega fyrirmyndir, þar sem gerendur hafa breyst raunverulega, farið í rosalega mikla sjálfsvinnu og farið að vinna í sér þannig að þeir séu orðnir fyrirmyndir fyrir aðra um að hætta að brjóta á öðrum og jafnvel að gefa til baka á einhvern hátt sem hjálpar öðrum og skaðar engan.“

Kjósi gerandi að stíga fram segir Gabríela mikilvægt að það sé gert í samráði við þolanda.„Það er náttúrlega líka mjög umdeilt að menn séu að tala opinberlega um það ofbeldi sem þeir hafa beitt. Það getur verið mjög þungbært fyrir þolendur. Ofbeldi felur í sér valdbeitingu og þess vegna er mikilvægt að valdið sé ekki tekið af þolendum þegar gerendur vilja bæta fyrir brot sín.

Manneskjan sem varð fyrir brotinu þarf að vilja hlusta á gerandann, það er ekkert endilega víst. Gerandinn getur ekki þröngvað sér upp á þolandann og krafist þess að fara í einhvers konar sáttameðferð eða sáttamiðlun með þolanda.“Þá segir Gabríela að það sé fyrst og fremst mikilvægt að þolandi sé við stjórn, kjósi gerandi að stíga fram og axla ábyrgð. Ljóst er að slíkt gerist allt of sjaldan þrátt fyrir að úrræði séu til staðar.

- Auglýsing -

Lesa meira hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -