Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Þór Guðnason hefur lagað sjálfan sig: „Ég var með mikið af sárum á sálinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þór Guðnason, yogakennari, hefur sterka skoðun á fíkniefnum.

Þór Guðnason einkaþjálfari og yogakennari segir tímabært að opna umræðuna um hugvíkkandi efni. Þór, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, vinnur með hugvíkkandi efni og aðstoðar fólk með notkun þeirra.

„Ég hef verið að vinna við að hjálpa fólki síðan ég var 22 ára gamall. En ég hef í raun þjáðst sjálfur á löngum tímabilum og sé núna að ég skammaðist mín fyrir mína eigin sögu og mína eigin líðan. Það væri rangt af mér að halda því leyndu hvað hjálpaði mér mest í að finna aftur frelsið. Fyrir mér er það siðferðilega rétt að hjálpa fólki að tengjast náttúrunni aftur og þess vegna tala ég um þetta opinskátt, þó að mörg af þessum efnum séu enn ólögleg. Ef einhver vill loka mig inni fyrir að segja satt um þetta opinberlega verður bara að hafa það. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ég geri og vil ekki fela það. Ég hef unnið með fólki úr lögreglunni og veit að lögreglumenn og -konur eru gott fólk og hafa engan áhuga á að stoppa það þegar verið er að hjálpa fólki. Í grunninn hef ég enga sérstaka trú á lögleiðingu á þessum efnum, en það á að afglæpavæða þau,“ sagði Þór við Sölva í hlaðvarpsþættinum og hélt jógakennarinn áfram:

„Það getur ekki verið rétt að banna mér að týna plöntur sem vaxa úti í garði og nota þær til að aðstoða fólk. Ég hef ferðast um allan heim til að reyna að laga sjálfan mig og finna hamingjuna. Í Himalayja fjöllin, frumskógana í Perú, til Indlands, í kuldameðferðir með Wim Hof og svo framvegis. En þrátt fyrir alla leitina upplifði ég samt tímabil af miklu þunglyndi og þjáningu. Auðvitað skilaði öll þessi sjálfsvinna miklu, en ég þurfti mjög öflug verkfæri og þar koma hugvíkkandi efni og plöntukennarar inn. Á endanum áttaði ég mig á því að ég var að reyna að endurheimta sjálfan mig og ná að losna undan alls kyns áföllum og skilyrðingum. Ég var með mikið af sárum á sálinni, gömul áföll og fleira, sem ég hef loksins náð að sjá almennilega og fengið tækifæri til að laga sjálfan mig. Ég hef líka fengið að melta alla skömmina sem ég gekk með árum saman og er loksins búinn að upplifa alvöru frelsi.“

Hægt er að hlusta á þáttinn hér

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -