Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þór Sigurðsson er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þór Sigurðsson, offsetljósmyndari, söngvari, hestamaður og fyrrverandi starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri er látinn, tæplega 75 ára að aldri.

Þór fæddist þann 9. júní árið 1949 á Akureyri og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn þriðjudag, 21. maí, eftir nokkurra ára krabbameinsbaráttu. Akureyri.net sagði frá andlátinu.

Foreldar hans voru Siguurður O. Björnsson prensmiðjustjóri á Akureyri og Kristín Bjarnadóttir húsmóðir. Eiginkona Þórs var Herdís Stefánsdóttir frá Sauðárkróki en hún lést árið 1999.

Börn Þórs og Herdísar eru, 1) Stefán Þórsson fæddur 16. október 1974, synir hans eru Daníel Semjonov Stefánsson fæddur 2006 og Gabriel Þór Stefánsson fæddur 2011. Þeir eru allir búsettir Árósum í Danmörku. 2) Sigurður Þórsson fæddur 27. nóvember 1978, búsettur á Akureyri. 3) Þórdís Þórsdóttir fædd 14. september 1989, búsett á Akureyri.

Þá eru systkin Þórs þau Geir S. Björnsson fæddur 1924, dáinn 1993, Bjarni Sigurðsson fæddur 1934, dáinn 1996, Sólveig Sigurðardóttir fædd 1936, dáin 1991, Ingibjörg Sigurðardóttir fædd 1940, Ragnar Sigurðsson fæddur 1942 og Oddur Sigurðsson fæddur 1945.

Fram kemur í andlátsfrétt Akureyri.net að Þór hafi verið menntaður offsetljósmyndari og filmugerðarmaður og starfaði á sínum tíma í fyrirtæki föður síns, Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Seinna meir starfaði Þór lengi á Minjasafninu á Akureyri. Þá var hann þekktur hestamaður, einn stofnenda og fyrsti formaður hestamannafélagsins Fjölnis á Akureyri. Síðar sameinaðir það félag hestamannafélagsins Létti. Þór varð varaformaður Léttis við sameininguna. Þótti Þór aukreitis mjög góður söngvari en hann var þekktur fyrir mikla og djúpa bassarödd. Söng hann með flestum kórum Akureyrar í gegnum tíðina, oftar en ekki einsöng.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -