Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur er látin og var hún 85 ára gömul. Mbl.is greinir frá andláti Þóru.
Þóra fæddist í Reykjavík árið 1939 og ólst þar upp. Eftir að hafa lokið stúdentsprófið frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959 hélt Þóra til Svíþjóðar að læra listasögu en auk þess las hún einnig mannfræði og leikhúsfræði.
Á starfsferlinum kom Þóra víða við og starfaði meðal annars á Listasafni Íslands, RÚV, Norræna húsinu, Kjarvalsstöðum og Þjóðminjasafninu. Þá var hún virk í skrifum og ritaði fjölda greina um list sem birtust í öllum helstu fjölmiðlum landsins.
Þóra hlaut fálkaorðuna árið 2006 en hún hætti að vinna árið 2000 sökum aldurs.
Hún lætur eftir sig eiginmann, eitt barn og eitt barnabarn.