Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þóra Þórisdóttir forðast matarsóun: Gefðu tannlæknatíma í jólagjöf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar heitir Þóra Þórisdóttir og er fædd á Vestfjörðum, alin upp á Ströndum og hef búið mestan hluta ævinnar í Reykjavík og Hafnarfirði. Hún er gift og á 4 uppkomin börn og 5 barnabörn. Hún er menntuð í myndlist og listfræði og nýtir sér það í nýsköpunarstarfi í matvælafyrirtækinu sínu Urta Islandica ehf. Þóra rekur núna tilrauna matvöruverslun sem er algerlega plastlaus en það er Matarbúðin Nándin á Austurgötu í Hafnarfirði og Básvegi í Keflavík. 

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég kaupi eingöngu inn í Matarbúðinni Nándinni þar sem ég vinn. Ég spara mikið með því að nýta mér að kaupa vörur sem eru komnar á dagsetningu á niðursettu verði. Einnig er mikill sparnaður í því að vöruúrvalið er einfalt, pakkningarnar miðast oftast við tvo og maturinn geymist miklu betur í endurlokanlegu glerumbúðunum. Nú er nánast engin matarsóun á heimilinu.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Ég reyni að fara vel með, gera við og endurnýta. Þó ég vilji alls ekki endurnýta plast undir matvæli þá endurnýti ég alla blómapotta sem koma undan kryddjurtum. Þvæ þá, stafla saman og nota þegar ég tek skorpu í að rækta sjálf. Vildi samt óska að hægt væri að fá kryddjurtir án plastpotta.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

- Auglýsing -

Ég hef í huga að versla í nærumhverfi, velja staðbundin matvæli og lífrænt þegar hægt er.  Mest er ég upptekin að þvi að forðast plast í matvælum og textíl, bæði af umhverfisástæðum en ekki síður heilsufarsástæðum. Geri þó undantekningu þegar ég kaupi dót fyriri barnabörnin því það er erfitt að finna plastlaust í þeirri deild.

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Græjum í eldhúsið, ryksugum og alla vega moltugerðartækjum.

- Auglýsing -

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já, mjög svo

Annað sem þú vilt taka fram? 

Mér er sérstaklega umhugsað um þá pólitísku og samfélagslegu strúktúra sem þurfa að breytast í samfélaginu til að auðvelda okkur neytendum að vera umhverfislega ábyrg. Ég myndi vilja sjá samevrópskt hringrásarkerfi í glerumbúðum og er að reyna að leggja mitt til málanna á því sviði með því að þróa ferla í þá veru.

Afmælisgjafahugmynd fyrir uppkomin börn sem eru kannski enn í skóla og eiga ekki mikinn pening: Tannlæknatími.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -