Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Þóra sakar sveitarstjórn um að hunsa Seyðfirðinga: „Flestir skrifuðu undir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þóra Bergný Guðmundsdóttir gagnrýnir sveitarstjórn Múlaþings harkalega fyrir framgöngu þeirra gegn Seyðfirðingum í pistli sem hún skrifaði og segir þá ekki hafa neinn áhuga á norskum eldislaxi í firðinum þeirra.

„Þegar við Seyðfirðingar heyrðum fyrst af áformum erlends fyrirtækis og hlaupastráka þeirra um að smella litlum 10 þúsund tonnum af norskum eldislaxi í fjörðinn okkar, tók það ekki nema 2-3 daga að virkja íbúa bæjarins og að safna undirskriftum undir þessa einföldu kröfu:

„Við undirrituð leggjumst alfarið gegn öllum áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði“

Fólk gekk hús úr húsi, bankaði á dyr og bað um undirskrift allra sem höfðu náð kosningaaldri. Flestir skrifuðu undir og þykkum bunka lista var skilað til okkar nýja yfirvalds í Múlaþingi,“ en allt kom fyrir ekki því ekki hafi verið hlustað á íbúa Seyðisfjarðar.

Hún bendir á að í könnum sem Gallup gerði hafi 75% aðspurða hafnað laxeldinu og að Seyðfirðingar séu ekki ginnkeyptir eða opnir fyrir skyndilausnum enda séu síldarárin í fersku minni fólks en þegar þeim lauk hafi þurft að finna ný bjargráð.

Það gerðist ekki af sjálfu sér. Við vissum þó að samfélagið bjó yfir auði sem lá í einstöku náttúrufari og kaupstað sem bjó yfir dýrmætum húsaarfi og frjóum hugmyndum. Það var bærinn okkar og varð svo bærinn allrar þjóðarinnar sem og ungs fólks víðsvegar að úr heiminum, sem kaus að setjast þar að,“ skrifaði Þóra í pistlinum sem birtist á Vísi.

- Auglýsing -

„Þegar við Seyðfirðingar gengum gengjum í eilífðarhjónaband með ólíkum byggðarlögum; Fljótsdalshéraði, Djúpavogi og Borgarfirði eystri var okkur lofað að það væri aðeins hagræðing sem einfaldaði stjórnsýslun en áfram gætum við sungið með okkar nefi og ráðið okkar innri málefnum. En þrátt fyrir það eru nú hagsmunir annarstaðar í þessu stóra og sameinaða sveitarfélagi meira aðkallandi en hagsmunir Seyðfirðinga.

Nú hefur ekki borist einn einasti lúsétinn laxasporður í laxasláturhúsið á Djúpavogi í marga mánuði, vegna blóðþorra og annara plága, í marga mánuði og erlenda verkafólkið, sem þar er við störf, hefur þurft að dunda sér við að mála og þrífa og gera klárt fyrir 10 þúsund tonnin af laxi, sem búist er við að komi úr sjókvíunum í Seyðisfirði. En ég segi ykkur kæru félagar, það mun aldrei verða,“ skrifaði Þóra að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -