Thorberg Einarsson stýrimaður er við þorsk-og ýsuveiðar rétt utan við Grindavík. Hann varð vitni að því þegar eldgosið hófst í morgun. Hann náði þess auki fyrstu ljósmyndunum af eldgosinu. Aðspurður hvort hann vilji deila myndunum með lesendum Mannlífs segir hann: „Já, en ég veit ekki hvort ég get sent þær strax. Ég er bara úti á dekki að vinna á fullu.
Aðspurður um upplifun sína að verða vitni af atburðinum segir hann: „Þetta var náttúrulega bara … ótrúlegt sko!“ Thorberg er Grindvíkingur sem og aðrir í áhöfninni.
„Við vorum að sigla í bauju þegar við erum búnir að leggja og erum að sigla í endann sem við byrjum að draga og þá blossar þetta bara upp,“ segir hann og lýsir hvernig himininn logaði.


Thorberg er ásamt þremur öðrum Grindvíkingum um borð á Vésteini DK. Báturinn er gerður út frá Grindavík og róa þeir þessi misseri frá Stöðvarfirði. Þeir félagar landa í Sandgerði í kvöld og halda svo vestur.