Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Thorberg náði fyrstu myndunum af eldgosinu: „Við byrjum að draga og þá blossar þetta bara upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Thorberg Einarsson stýrimaður er við þorsk-og ýsuveiðar rétt utan við Grindavík. Hann varð vitni að því þegar eldgosið hófst í morgun. Hann náði þess auki fyrstu ljósmyndunum af eldgosinu. Aðspurður hvort hann vilji deila myndunum með lesendum Mannlífs segir hann: „Já, en ég veit ekki hvort ég get sent þær strax. Ég er bara úti á dekki að vinna á fullu.

Aðspurður um upplifun sína að verða vitni af atburðinum segir hann: „Þetta var náttúrulega bara … ótrúlegt sko!“ Thorberg er Grindvíkingur sem og aðrir í áhöfninni.

„Við vorum að sigla í bauju þegar við erum búnir að leggja og erum að sigla í endann sem við byrjum að draga og þá blossar þetta bara upp,“ segir hann og lýsir hvernig himininn logaði.

Við upphaf eldgossins í morgun, séð frá hafi rétt utan við Grindavík. Mynd/Thorberg Einarsson
Birt með góðfúslegu leyfi. Mynd/Thorberg Einarsson

Thorberg er ásamt þremur öðrum Grindvíkingum um borð á Vésteini DK. Báturinn er gerður út frá Grindavík og róa þeir þessi misseri frá Stöðvarfirði. Þeir félagar landa í Sandgerði í kvöld og halda svo vestur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -