„Er ekki allt í lagi?!,“ spyr Þorbjörn nokkur, íbúi í Vesturbænum, sem þorir varla útúr húsi þessa daganna vegna byggingarframkvæmda nærri heimili sínu. Hann er verulega ósáttur við hversu illa er staðið að öryggismálum á byggingastað hinum megin við götuna.
Þorbjörn vekur athygli á hættunni í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar segir hann:
„Þessir voru að fá byggingarleyfi aftur og eru byrjaðir að stofna fólki í stór hættu. Svona blasir þetta við þegar við íbúar á Vesturgötu förum út útidyrnar hjá okkur. Getum við að minnsta kosti fengið öryggishjálma og skó til að komast út? P.S. Þessi skurður er búinn að vera svona opinn í 2 mánuði! P.P.S. Ég túlka mig vanalega aldrei á samfélagsmiðlum, en núna er ég reiður!,“ segir Þorbjörn.