Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þórdís Elva: „Ábyrgðarlausar tilraunir með mörk stúlku sem gæti verið dóttir ykkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er kannski löglegt, ef þú ert áhrifamikill karl á fimmtugsaldri, að fara með þremur félögum þínum nakinn í heitan pott þar sem gerðar eru ábyrgðarlausar tilraunir með mörk stúlku sem gæti verið dóttir ykkar, í aðstæðum sem verða að teljast gríðarlega ójafn leikur svo ekki sé fastar að orði kveðið…“

Svo hefst færsla Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, rithöfundar og baráttukonu gegn ofbeldi, sem hún skrifar á Facebook-síðu sína.

Færslan er birt í kjölfar frétta af frásögn Vítalíu Lazareva í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni, hvar hún sakar fimm þjóðþekkta menn um að hafa ýmist brotið á henni eða farið gróflega yfir mörk hennar. Í gær stigu mennirnir allir annað hvort til hliðar eða fóru í leyfi frá störfum sínum.

Þórdís Elva heldur áfram:

„Það er kannski löglegt, ef þú ert leikari á fertugsaldri, að misnota yfirburðastöðu þína til að sofa hjá unglingsstúlkum sem voru ráðnar til að leika börn í sýningunni sem þú ert stjarnan í…

Í þessu samhengi vil ég minna á að:

- Auglýsing -

-þrælahald var löglegt,

-helförin var lögleg,

-aðskilnaðarstefnan var lögleg,

- Auglýsing -

-mansal var löglegt,

-nýlendustefnan var lögleg,

-makanauðgun var lögleg

Hvað er löglegt hverju sinni í mannkynssögunni er spurning um áhrif og völd – ekki réttlæti og siðferði.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -