Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Þórdís Lóa segir enga ákvörðun liggja fyrir um pálmatrén í Vogabyggð: „Málið er enn í vinnslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Málið var sett í raunhæfismat og það er þar enn þá. Það er algjör misskilningur að það sé komið úr því,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, um frétt þess efnis að búið sé að gefa grænt ljós á að flytja inn pálmatré í glerkúpli í Vogabyggð.

Um er að ræða listaverk eftir þýska listamanninn Karin Sander, sem sigraði í samkeppni borgarinnar um útilistaverk í Vogabyggð árið 2019. Verkið, þá einkum og sér í lagi framkvæmd þess og kostnaður við það, var gagnrýnt nokkuð á sínum tíma.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem vildu að áformin yrðu endurskoðuð. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sömuleiðis haldið á lofti mikilli gagnrýni á verkið.

Árið 2020 var ákveðið að fram færi raunhæfismat á verkefninu.

Í fyrri frétt Mannlífs sagði að niðurstaða úr raunhæfismati lægi nú fyrir; gerlegt væri að rækta pálmatré við þessar aðstæður, trjánum yrði fækkað úr tveimur í eitt og verkefnið því formlega sett á dagskrá.

Það leiðréttist hér með.

- Auglýsing -

Ljóst er að verkefnið hefur ekki enn fengið grænt ljós – heldur er það enn á gulu.

„Sú vinna er bara enn þá í gangi og þó það sé komin einhver möguleg niðurstaða í einhverjum vinnuhópi, þá er ekki komin formleg niðurstaða. Þannig að málið er enn í vinnslu. Ég er alveg búin að heyra að það sé búið að breyta aðeins og að það eigi mögulega að vera eitt tré, en það á alveg eftir að kostnaðargreina þetta allt saman. Þannig að út frá ákvörðunartöku okkar í borgarráði, þá er málið bara enn þá í vinnslu.“

Þórdís Lóa segir að Miðflokkurinn hafi verið með fyrirspurn um málið í borgarráði, en þar var eingöngu verið að athuga hvar málið væri statt. Hún segist halda að ekki sé búið að svara þeirri fyrirspurn formlega. Það sé því algjörlega byggt á misskilningi að einhver ákvörðun liggi fyrir um framtíð pálmatrjáa í Vogabyggð.

- Auglýsing -

Þannig að það er enginn búinn að ákveða hvort af verkefninu verði?

„Nei. Það er ekki búið að taka neinar svoleiðis ákvarðanir. Við erum ekki einu sinni með gögn í höndunum til að gera það. Það eina sem ég get sagt er að þetta bara fór í raunhæfismat, bæði tæknilegt og fjárhagslegt. Það er ekki búið að taka neina afstöðu – það er ekki klárt,“ segir Þórdís Lóa að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -