Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Þórdís telur Ísland hafa takmörkuð áhrif á Ísrael: „Mann skortir orð til að lýsa þessum hörmungum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri skýrslu Amnesty International er greint frá því að samtökin hafi lokið rannsókn sinni á hegðun Ísrael gagnvart Palestínubúum og komist að þeirri niðurstöðu að um þjóðarmorð sé að ræða. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin úrskurða um slíkt.

„Mann skortir orð til að lýsa þessum hörmungum sem blasa við manni kvöld eftir kvöld og vonum sannarlega að átökunum linni tafarlaust en því miður höfum við afar takmörkuð áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um þjóðarmorðið við RÚV.

Bíða eftir niðurstöðu dómstóla

Þórdís segir að yfirvöld eigi eftir skoða skýrsluna ítarlega en miðað við það sem hún hefur séð sýnir niðurstaðan að Ísrael sé ekki fara eftir alþjóðalögum. Þórdís segir einnig að afstaða Íslands til þjóðarmorðsins sé óbreytt.

„Það á eftir að koma í ljós hvort alþjóðadómstólar telji þetta hópmorð í lagatæknilegum skilningi. En það er alveg ljóst að alvarleg brot á mannúðarlögum hafa verið framin og hér eftir sem hingað til að þá bæði styðjum við sjálfstæði þessa alþjóðlegu dómstóla sem við erum hluti af og höfum viðurkennt lögsögu og styðjum fjárhagslega og stöndum með þeim niðurstöðum sem þaðan koma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -