Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Þórður frumsýnir kvikmynd á einni virtustu kvikmyndahátíð heims

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Þórður Pálsson mun frumsýna kvikmyndina The Damned á Tribeca kvikmyndahátíðinni í júní en hún er ein af virtustu kvikmyndahátíðum heimsins. Hátíðin var stofnuð árið 2002 af Robert De Niro og er haldin árlega í New York-borg.

Myndin er hryllingsmynd með sálfræðilegu ívafi sem gerist árið 1874 í afskekktu íslensku þorpi og segir frá Evu, sem byrjar að missa sjónar á gildum sínum þegar hún verður fyrir barðinu á grimmilegu samfélagi sínu. Hún var tekin upp á Vestfjörðum og lauk tökum snemma í fyrra. Odessa Young og Joe Cole fara með aðalhlutverk myndarinnar en þekktasti leikari hennar er þó án efa Íslandsvinurinn Rory McCann sem lék Sandor Clegane í 38 þáttum af Game of Thrones.

Þórður er einn af mest spennandi kvikmyndagerðarmönnum Íslands en hann skrifaði og leikstýrði þáttunum The Vahalla Murders sem voru sýndir á Netflix og RÚV við góðar viðtökur og er The Damned fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. Áður hefur Þórður gert verðlaunastuttmyndina Brothers sem fór sigurför um heiminn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -