Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þórður Már stígur til hliðar í kjölfar frásagnar Vítalíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Mannlíf hefur fjallað um mál Vítalíu, þar sem hún greindi frá ofbeldi í viðtali við Eddu Falak. Þar lýsti hún kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í sumarbústað undir lok árs 2020.
Í kjölfar frétta hafa þjóðþekktir menn farið í leyfi úr sínum störfum og nú síðast Þórður Már Jóhannesson sem lét í dag af störfum sem framkvæmdastjóri Festi. Þetta gerir hann í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva í hlaðvarpinu Eigin konur í vikunni.

Fyrr í dag fór Ari Edwald í leyfi sem framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings og Hreggviður Jónsson steig til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja. Þá greinir Vísir frá því að Arnar Grant sé í tímabundnu leyfi frá störfum, samkvæmt upplýsingum frá Birni Leifssyni, eiganda World Class. Fréttastofa hefur ekki náð í Björn vegna málsins í dag.

Málið hefur verið til umræðu á Mannlíf og á samfélagsmiðlum, eftir að konan greindi frá því í viðtali lýsti hún hvernig mennirnir hefðu farið yfir hennar mörk í heitum potti í sumarbústaðarferð í desember 2020. Hún nafngreindi mennina ekki í viðtalinu en hafði nefnt nöfn þeirra á samfélagsmiðlum í fyrra.

Hreggviður Jónsson sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis, þar sem hann greinir frá því að hafa sagt sig úr stjórnum Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja.
Þar segist Hreggviður harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórnum fyrirtækjanna þótt hann telji sig ekki hafa gerst brotlegur við lög, til þess að raska ekki mikilvægri starfsemi þeirra.

Ari Edwald er kominn í leyfi frá störfum eftir að hafa óskað sjálfur eftir því. Þetta staðfestir Einar Einarsson, rekstrarstjóri Íseyjar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Stundin greindi fyrst frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -