Þórey Aðalsteinsdóttir, leikkona og fyrr. framkvæmdastjóri, er látin. Hún var 85 ára gömul. Akureyri.net greinir frá.
Þórey var fædd og uppalin á Akureyri en foreldrar hennar voru þau Aðalsteinn Tryggvason og Kristín Konráðsdóttir. Þórey var mikilvægur þáttur í menningarlífi Akureyrar áratugum saman en hún var aðeins 17 ára gömul þegar hún steig svið fyrir Leikafélag Akureyrar í fyrsta skipti árið 1955 og fór með ýmiss konar hlutverk allt þar til 1997. Þá flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún starfaði meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið. Þórey vann einnig sem framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar í mörg ár.
Hún lætur eftir sig eiginmann og fimm börn.