Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hélt í gær ávarp á málþingi Varðbergs þar sem hún undirstrikaði mikilvægi þess að tryggja varnarmál Íslands og samstarf við bandalagsríkin en málþingið var haldið í Norræna húsinu
„Það dylst engum að við stöndum á krossgötum, hvað varðar öryggismál Evrópu og þá um leið í okkar eigin öryggis- og varnarmálum,“ sagði Þorgerður Katrín. „Grunnstoðirnar í vörnum landsins eru að mínu mati óbreyttar, en krefjast aukinnar virkni og ræktarsemi. Þar skipta aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin mestu máli. Landfræðileg lega Íslands fyrir öryggi- og varnir Norður-Ameríku og Evrópu vegur hér þungt. Það þýðir þó ekki að við getum alfarið treyst á aðra. Það er ekki valkostur. Við viljum hafa áhrif á okkar stöðu með virkri þátttöku og samstarfi.“
Í ávarpi sínu áréttaði hún einnig um mikilvægi áframhaldandi stuðnings við varnarbaráttu Úkraínu og samstöðu vestrænna ríkja. Ísland yrði áfram málsvari alþjóðalaga, mannréttinda og lýðræðis.