Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þórhildur Sunna valin umboðsmaður Pírata: „Þetta eru gríðarlega mikilvægar kosningar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið umboð grasrótar til þess að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd flokksins eftir komandi kosningar. Umboðið gildir um allar viðræður, formlegar og óformlegar. 

„Fyrst og fremst er ég þakklát félögum mínum fyrir traustið og full tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. Þá vil ég segja svo það sé alveg skýrt að atkvæði greitt Pírötum verður ekki notað til þess að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki eða Miðflokki. Þetta eru gríðarlega mikilvægar kosningar þar sem áherslur Pírata á gagnsæi, öflugar spillingarvarnir og upplýsingarétt almennings hafa sjaldan átt jafn mikið erindi og nú, þegar hvert spillingarmálið hefur rekið annað án þess að heiðarleg tilraun hafi verið gerð til þess að rannsaka þau eða upplýsa almenning.

Píratar standa fyrir lýðræði, mannréttindi, virkar spillingarvarnir, upplýsingafrelsi og gagnsæi. Þessar grundvallaráherslur flokksins eru forsenda þess að á Íslandi fái þrifist frjálst og öruggt samfélag fyrir öll þar sem atvinnulíf og nýsköpun fá að blómstra í sátt við samfélag og náttúru.

Það er ekki bara áríðandi fyrir almenning heldur einnig loftslagið og náttúruna að eftir þessar kosningar taki við frjálslynd félagshyggjustjórn sem hrindir í framkvæmd metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum, ræðst í umfangsmikla uppbyggingu á félagslegum innviðum og húsnæði ásamt því að standa vörð um mannréttindi okkar allra. Píratar munu ekki skorast undan ábyrgð. Við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að gera slíka stjórn að veruleika,“ segir Þórhildur Sunna við tilefnið. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -