Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þórólfur bað Kára um hjálp við greiningu sýna: „Við erum vinir, félagar, fóstbræður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk erfðagreining ætlar að létta undir með veirufræðideild Landspítalans með því að taka við allri greiningu innanlandssýna frá og með deginum í dag. Kári Stefánsson segir Þórólf Guðnason hafa hringt í sig í gær með þessa bón. Hann segir það út í hött að Landspítalinn ráði ekki við greiningu sýna.

Þetta kemur fram á RÚV. Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans undanfarið og er fjöldi sýna langt fram yfir getu deildarinnar, jafnvel þótt unnið sé langt fram eftir nóttu við greiningar. Þetta segir Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir deildarinnar. Hún segir skafl af sýnum hafa myndast undanfarna daga.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, óskaði eftir aðstoð Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu sýnanna í þeirri stöðu sem nú er uppi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, svaraði kalli Þórólfs en segist í samtali við RÚV vona að fyrirtækið sé ekki að brjóta lög með því að veita aðstoð sína. Með því skýtur hann föstum skotum á Persónuvernd, sem úrskurðaði að fyrirtækið hefði brotið persónuverndarlög með vísindarannsókn í faraldrinum.

„Og það eina sem við getum gert niður í Vatnsmýri er að vonast bara til þess að þeirri niðurstöðu að við séum ekki að brjóta lög með því að hjálpa. Við vonum að það fari að renna af Persónuvernd og hún fari að horfa á þetta samfélag með sömu augum og aðrir,“ segir Kári.

Kári segir að í svona farsótt eigi allir að leggja sitt af mörkum. Það sé allt í lagi að Landspítalinn leiti á náðir einkaaðila, en honum þyki hinsvegar ekki gott að Landspítalinn sé ekki búinn að skipuleggja sig betur „til þess að geta höndlað þetta“.

„Það er einhvers konar stjórnunarvandi í þessu kerfi og raunverulega út í hött að það skuli ekki vera búið að gera eitthvað í þessu á tveimur árum sem stjórnvöld hafa haft til að skipuleggja þetta,“ segir Kári.

- Auglýsing -

Þegar fréttamaður RÚV spyr segist Kári hafa fengið símtal frá Þórólfi Guðnasyni vegna málsins í gærkvöldi.

„Sko Þórólfur hringdi í mig í gærkvöldi, við tölum saman, nokkuð oft. Við erum vinir, félagar, fóstbræður og það var ekki möguleiki fyrir okkur í þessu ástandi að segja annað en já,“ segir Kári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -