Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Þórólfur sóttvarnalæknir berst hægt gegn Omikrón: „Ættum öll að mæta í þriðju sprautuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar sem greinist í æ fleiri löndum Evrópu hefur að sögn Þórólfs ekki borist til landsins.
Nýjustu upplýsingar benda hins vegar til að þriðji skammtur af bóluefni sé mun öflugri en annar skammturinn segir sóttvarnalæknir. Hann segir bólusetningu með örvunarskammtinum ganga vel.

Alls greindust 162 með kórónuveiruna í gær, 140 innanlands og 22 á landamærunum. Af þeim sem greindust innanlands voru 72 í sóttkví eða 51%. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta háar tölur, ekki síst á landamærunum en þar greindust óvenju margir. Flestir þeirra sem greindust á landamærunum voru með íslenska kennitölu og því sé augljóst að fólk sé að koma hingað inn með veiruna.

„En ég held að ef við tökum þetta yfir aðeins lengra tímabil þá erum við að mjakast hægt og bítandi niður en við erum með svona sveiflur á þessu frá degi til dags, þetta gengur hægt,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttmann RÚV.

Hann segir að þrátt fyrir fjölda smita á landamærum sé ekki ástæða til að herða reglur þar, enda sé líka takmarkað hvað hægt sé að taka þar mörg sýni.

„Það eru að koma á milli þrjú- og fimm þúsund manns á dag inn í landið og við ráðum ekki við að taka PCR próf frá þeim öllum plús allan þann fjölda sýna sem við tökum hér innanlands, við erum ekki alveg með getuna í það. Þannig að ég held að við séum að ná áhættuhópunum, það eru þeir sem eru með íslenska kennitölu og með tengsl hér innanlands og vonandi mun það duga.“

Hann segir ágætan gang í örvunarbólusetningu og búið sé að bólusetja 80% þeirra sem áttu rétt á þriðju bólusetningunni fyrir og í nóvember. Þriðji skammturinn skipti verulegu máli.

„Við erum að fá upplýsingar um það, við vorum á fundum með félögum okkar í Evrópu í gær og það eru allar nýjar upplýsingar sem benda til að þriðji skammturinn sé töluvert miklu betri heldur en númer tvö, en svo vitum við ekki hvað það endist lengi.

- Auglýsing -

En ég held  að það ætti að segja okkur það að við ættum öll að mæta í þriðju sprautuna og náttúrlega í bólusetningu almennt. Það gerir útslagið á þennan faraldur og afleiðingar af honum, klárlega,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Hér má sjá fréttina í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -