Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Þorsteinn Már kom í veg fyrir kaup Óla á Engeynni: „Þú tekur bara Engeyna!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Jónsson eða Óli Ufsi eins og hann er alltaf kallaður, fyrrverandi skipstjóri lætur allt flakka í nýju upplýsandi viðtali við Reyni Traustason í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn. Segir hann meðal annars frá því hvernig var komið í veg fyrir að hann gæti keypt sér togara en hann hafði verið afar gagnrýninn á ríkjandi öfl í sjávarútveginum.

Segir hann frá því er hann rakst á Árna Vilhjálmsson, þáverandi aðaleiganda og stjórnarformann HB Granda í skötuveislu daginn fyrir Þorláksmessu hjá Ögurvík. Árni spurði Óla hvað hann væri að bauka og fékk að heyra að hann hefði það verkefni að koma sér upp frystitogara.

„Þú tekur bara Engeyna!“ svaraði Árni. „Við erum að reyna að koma Engeynni í einhver verkefni, þú tekur bara Engeyna! Við gerum bara samning, þú hittir okkur bara á morgun, Þorláksmessu upp á skrifstofu,“ sagði Árni og kallaði til sína menn sem þar voru og ákveðið var að hittast daginn eftir og ganga frá kaupunum.

Óli sagði Reyni að þeir hafi svo hisst daginn eftir að ákveðið að ganga frá þessu milli jóla og nýárs. En svo fór aldrei.

„Fyrsta frétt að morgni mánudagsins eftir jól: Þorsteinn Már Baldvinsson, Samherji, keypti Engeyna fyrir 40 milljónir dollara! Þessi skip voru á gangverði 30 milljóna. Það er kannski hægt að réttlæta verðið af því að HB Grandi hafði gert svo mikið fyrir hann. Hafði sem sagt breytt honum í síldarfrystiskip. En hann keypti skipið á 40 milljónir dollara en reif allt úr honum úti í Þýskalandi og gerði hann að venjulegum makríltogara.“

Árni gekk á bak orða sinna gagnvert þér?

- Auglýsing -

„Árni fékk aldrei að vita þetta. Það var bara gengið frá kaupunum yfir jólin og Árni fær ekkert að vita fyrr en búið er að ganga frá kaupunum og hann á skipið.“

Hlustaðu á viðtalið við Óla í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -