Þorsteinn Sæmundsson er látinn, 88 ára að aldri.
Þorsteinn fæddist í Reykjavík árið 1935 og voru foreldrar hans Sæmundur Stefánsson og Svanhildur Þorsteinsdóttir. Mbl.is greinir frá þessu.
Þorsteinn útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1954 og fór sama ár erlendis í framhaldsnám. Hann lauk doktorsprófi frá Lundúnaháskóla árið 1962 og flutti aftur til Íslands ári seinna. Þorsteinn starfaði hjá Háskóla Ísland frá 1963 til starfsloka og var brautryðjandi á sínu sviði hérlendis. Þorsteinn var öflugur penni og skrifaði fjölda fræði- og samfélagsgreina í blöð og tímarit.
Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Guðný Hjaltadóttir og eiguðust þau tvö börn saman og átti Þorsteinn einn uppeldisson með Guðnýju.