Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þorsteinn segir skammarlega hegðun foreldra á Akureyri einungis toppinn á ísjakanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sumir vilja banna þessi fótboltamót eða banna foreldrum að mæta og ég skil það sjónarmið, sjálfur var ég lengi í fótbolta sem strákur og aldrei saknaði ég þess að foreldrar mínir voru ekki á línunni í hverjum leik.“

Þetta segir Þorsteinn Guðmundsson leikari á Facebook. Hann segir að slæm framkoma foreldra á fótboltamótum sé einungis toppurinn á ísjakanum. Það megi gera ráð fyrir því að hegðun þeirra sé enn verri bak við luktar dyr. Þorsteinn bendir á að foreldri sem missir sig á ókunnugt barn sé til alls líklegt hvað varðar sitt eigið barn.

N1 mótið í knattspyrnu hefur farið fram á Akureyri undanfarna daga. DV greindi frá því í gær að nokkur dæmi sé um að foreldrar hafi tryllst í hita leiksins, líkt og Birkir Örn Pétursson greinir frá á Twitter.

Þorsteinn segir að flestir sem þurfa að leita til sálfræðinga eigi erfitt samband við foreldra sameiginlegt. „Í ljósi umræðunnar um slæma framkomu foreldra á fótboltamótum barna má velta fyrir sér nokkrum hlutum. Allir sálfræðingar kannast við það að nánast allir skjólstæðingar þeirra sem glíma við alvarlegan vanda hafa gengið í gegnum erfitt samband við foreldra sína. Fólk talar um foreldra sem áttu erfitt með að uppfylla hlutverk sitt, stundum vegna þess að það var áfengisdrykkja á heimilum, stundum vegna þess að foreldrar voru ofbeldishneigðir eða tilfinningakaldir, ástæðurnar eru margar og margvíslegar. Á þessum fótboltamótum sjáum við stundum grilla í toppinn á ísjakanum á þessum vandamálum. Það foreldri sem missir sig og öskrar fúkkyrði á ókunnug börn fer svo heim með sitt eigið barn í lok mótsins,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn segir þessa hegðun varpa skugga á gleði stund. „Þessi mót eru nefnilega frábært tækifæri sem væri hægt að nýta á jákvæðan hátt. Börnin sem keppa á þessum mótum hafa æft sig mánuðum saman, dómarar og þjálfarar hafa farið í gegnum námskeið … af hverju ekki að nota tækifærið og skylda þá foreldra sem vilja mæta á þessa mót til þess að fara í gegnum foreldranámskeið? Hefðu í raun ekki bara allir gott af því? Alveg hefði ég haft gagn af góðu foreldranámskeiði,“ segir Þorsteinn.

- Auglýsing -

Hann segir foreldrabækling ekki duga. „Ég veit að KSÍ hefur gefið út foreldrabækling (sem reyndar finnst ekki á heimsíðunni þeirra). Foreldrabæklingur er fín byrjun en það hlýtur að mega gera betur en það. Sem sagt, það er ekki skrítið að okkur bregði við það að heyra af slæmri framkomu foreldra en trúið mér, þetta er toppurinn á ísjakanum og það væri sannarlega þess virði fyrir þjóðfélagið (jafnvel fjárhagslega) að koma veita foreldrum sem glíma við hegðunarvanda meiri stuðning.“

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -