Margir minnast Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins og skálds.
Matthías Johannessen er látinn, 94 ára að aldri en hann stýrði Morgunblaðinu lengur en nokkur annar, eða í 41 ár. Margir minnast hans á samfélagsmiðlunum en ein þeirra er Þórunn Sigurðardóttir, aðjúnkt hjá Háskólanum á Bifröst og menningarstjórnandi. Skrifar hún minningarorð um Matthías á Facebook þar sem hún rifjar upp þegar hann bakkaði á bílinn hennar.
„Góðum vinum, samstarfsmönnum og félögum fækkar ört. Matthías er einn þeirra, heiðursmaður á alla lund. Formaður Þjóðleikhúsráðs á eftir Þuríði og honum og Stefáni varð akaflega vel til vina. Einu sinni bakkaði hann á bílinn minn á stæði. Það var einhver min ánægjulegasta ákeyrsla alla tíð, brefið sem hann skildi eftir undir þurrkunni ætti að vera til sýnis í Ökuskólanum. Matthías var heiðursmaður. Blessuð sé minning hans.“