Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Þórunn svarar fyrir skítugt herbergi á Tenerife: „Berglind er ekki brjáluð út í Úrval útsýn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals útsýnar, ÚÚ, segir það af og frá að ferðaskrifstofan hafi ekki viljað þjónusta viðskiptavin á Tenerife sem kvartaði undan ömurlegu herbergi á hóteli sínu. Þórunn segir kúnnann, Berglindi nokkura, hafa dregið óánægju sína tilbaka enda hafi það verið val viðskiptavinarins að færa sig ekki í annað herbergi eða á annað hótel.Berglind hafði ekki samband við ferðaskrifstofuna til að kvarta.

Berglind sagði farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við ÚÚ en hún er stödd á Tenerife sem stendur. Þar var hún sett inn á hótel sem hún sagði einfaldlega vera „þvílíkan viðbjóð.“

Berglind segir frá upplifun sinni inni í fjölmennum hópi aðdáenda eyjarinnar fögru á Facebook, Tenerifetips!. Hún segir að hótelmyndirnar sem ÚÚ auglýsi séu ekkert í líkingu við raunveruleikann. Við skulum gefa Berglindi orðið:

„Við erum á hotel Oro negro og þetta er hótelherbergið sem við erum í. Það er full bókað svo ekki möguleiki að fa annað herbergi en þvílíkur viðbjóður. Það er eins einhver hafi mjakað skít á gólfið, flísarnar á gólfinu eru brotnar og mygla í öllu. Sem betur fer erum við ekki með börnin. Ég mæli ekki með þessu og maturinn er ekki goður. Myndirnar a uu.is lita mikið betur út en þetta,“ sagði Berglind.

Sjá einnig: Berglind brjáluð út í Úrval-útsýn á Tenerife: „Eins og einhver hafi makað skít á gólfið“

Í samstali við Mannlíf bendir Þórunn á að um leið og Berglind hafi haft samband við ferðaskrifstofuna þremur dögum eftir komuna og hafi þegar verið brugðist við. Á endanum hafi Berglind valið að færa sig ekki úr hinu umdeilda herbergi. „Berglind er ekki brjáluð út í Úrval útsýn. Samkvæmt okkar skilmálum eru okkar viðskiptavinir beðnir um að hafa samband við okkur strax ef eitthvað er að þjónustu okkar og það á einnig við um gistingar,“ segir Þórunn og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Í þessu tilviki hafði viðkomandi verið á hótelinu í 3 daga án þess að hafa samband við okkur um að eitthvað væri að. Um leið og viðkomandi hafði samband við okkur fórum við í að hafa samband við hótelið til að færa þau en þau vildu það ekki. Viðkomandi aðili hefur dregið tilbaka að hún sé ósátt við okkar þjónustu enda við að sjálfsögðu brugðist við ef við hefðum vitað af óánægju þeirra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -