- Auglýsing -
Einn helsti eldfjallafræðingur landsins telur að þetta verði stutt eldgos.
„Það er að segja ef mynstrið helst,“ sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali við Vísi. „Maður veit aldrei hvernig svona atburðarás verður, en við virðumst vera að horfa á endurtekið efni.“
Hann telur þó að einhver óþægindi muni finnast þó vegna gasmengunar. Þá sagði hann einnig að ef innflæðið í kvikugeymsluna heldur áfram að minnka muni líða mun lengri tími en í þetta skipti milli eldgosa.