Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þorvaldur telur helmingslíkur á öðru eldgosi: „Búast við að eitthvað fari að gerast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að um helmingslíkur séu á öðru eldgosi á Reykjanesi. Hann greinir frá þessu í viðtali í Bítinu.

„Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ sagði Þorvaldur í útvarpsþættinum fræga og að landris hafi í raun ekki farið niður í sama núllpunkt og var fyrir. Þá er sennilegt að gosið verði kraftminna en mun taka lengri tíma.

Þegar Þorvaldur var spurður um líkur á öðru gosi sagði eldfjallafræðingurinn: „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“

Þorvaldur sagði einnig að þetta hafi ekki komið sérfræðingum á óvart en ekki sé hægt að fullyrða hvar kvikan komi upp. Líklegast sé að hún komi upp milli Hagafells og Stóra-Skógfells.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -