Ástandið á ágangskindunum frá Höfða í Borgarfirði hefur ekki batnað, ef marka má ljósmyndir sem Mannlíf tók í gær. Kindur, hreyfihamlaðar vegna margfaldra reifa, halda til í túninu. Dæmi voru um haltar og veikar kindur. Talsvert var einnig um fé utan girðinga
Steinunn Árnadóttir, orgelleikari og baráttukona, hefur verið afar dugleg við að vekja athygli á skelfilegu ástandi kinda af bóndabænum Höfða í Borgarfirði. Kindurnar ganga um Þverárhlíð og nágrenni, þó nokkrar í margföldum reifum, með ýmsar sýkingar og bólgur og lömbin fæðast úti þar sem hrafnar og refir bíða átekta.
MAST hefur haft einhver afskipti og eftirlit með kindunum en yfirlæknir stofnunarinnar hefur sagt að ástandið sé ekki eins slæmt og haldið hefur verið fram en sitt sýnist hverjum um þá fullyrðingu.
Eftirfarandi ályktun Dýraverndarsambands Íslands sem birt var fyrir viku má lesa hér:
Dýraverndarsamband Íslands skorar á stjórnvöld að endurskoða eftirlit með velferð dýra.
Mannlíf átti leið um Borgarfjörðinn í gær og tók nokkrar ljósmyndir af ástandinu sem sjá má hér fyrir neðan: