Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

„Þrátt fyrir augljós brot eigenda hefur Mast ekki varið velferð umræddra dýra“ – NÝJAR MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástandið á ágangskindunum frá Höfða í Borgarfirði hefur ekki batnað, ef marka má ljósmyndir sem Mannlíf tók í gær. Kindur, hreyfihamlaðar vegna margfaldra reifa, halda til í túninu. Dæmi voru um haltar og veikar kindur. Talsvert var einnig um fé utan girðinga

Steinunn Árnadóttir, orgelleikari og baráttukona, hefur verið afar dugleg við að vekja athygli á skelfilegu ástandi kinda af bóndabænum Höfða í Borgarfirði. Kindurnar ganga um Þverárhlíð og nágrenni, þó nokkrar í margföldum reifum, með ýmsar sýkingar og bólgur og lömbin fæðast úti þar sem hrafnar og refir bíða átekta.

MAST hefur haft einhver afskipti og eftirlit með kindunum en yfirlæknir stofnunarinnar hefur sagt að ástandið sé ekki eins slæmt og haldið hefur verið fram en sitt sýnist hverjum um þá fullyrðingu.

Kind frá Höfða sem Steinunn Árnadóttir tók ljósmynd af fyrir nokkrum dögum.

Eftirfarandi ályktun Dýraverndarsambands Íslands sem birt var fyrir viku má lesa hér:

Dýraverndarsamband Íslands skorar á stjórnvöld að endurskoða eftirlit með velferð dýra.

-Neðangreind ályktun var samþykkt á aðalfundi Dýraverndarsambandsins þann 16. maí 2024:
Það er hlutverk Matvælastofnunar að sjá til þess að lögum um velferð dýra og tilheyrandi reglugerðum sé framfylgt. Á bæ í Þverárhlíð í Borgarbyggð hafa mörg ákvæði reglugerðar um velferð sauðfjár og geitfjár greinilega verið brotin í áraraðir og varðar það við refsiábyrgð skv. lögunum. Þrátt fyrir augljós brot eigenda dýranna hefur Matvælastofnun ekki varið velferð umræddra dýra.
Það er óviðunandi að Dýraverndarsamband Íslands standi ítrekað í deilum við þá stofnun sem lögum samkvæmt hefur eftirlit með dýravelferð um hvort velferð dýra í ákveðnum málum sé uppfyllt eða ekki, þegar ljóst er að svo er ekki.
Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða og breyta því fyrirkomulagi sem ríkir um eftirlit með velferð dýra án tafar og að þau sjái til þess að opinberar stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum gagnvart dýrum.

Mannlíf átti leið um Borgarfjörðinn í gær og tók nokkrar ljósmyndir af ástandinu sem sjá má hér fyrir neðan:

- Auglýsing -
Kindur í margföldu reifi halda til á þessum haugi í túnfætinum á Höfða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -