Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Þremur skipverjum sleppt eftir handtöku vegna kynferðisbrots: „Strax tekið mjög alvarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Greint var frá því um fyrr helgina að skipverji sem starfar á hinu grænlenska skipi Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot og greindu fjölmiðlar frá því að hann hafi farið með konu um borð í skipið eftir að hafa hitt hana á balli í Hafnarfirði.

Lögreglan hefur nú sent frá sér tilkynningu um málið.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint kynferðisbrot í Hafnarfirði á laugardag, en tilkynning um málið barst lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun. Málið var strax tekið mjög alvarlega og voru viðbrögð lögreglu eftir því, en í upphafi voru málsatvik um margt óljós. Þrír voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeim var síðan sleppt að loknum yfirheyrslum.

Rannsókn málsins er áfram í fullum gangi en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Minnt er á að það er ekki venjan að embættið tjái sig um rannsóknir einstakra kynferðisbrota á frumstigi rannsóknar og tekur þessi tilkynning mið af því.“

Íslendingar þekkja Polar Nanoq vel en Thomas Olsen, fyrrverandi skipverji Polar Nanog, var dæmdur fyrir morð á Birnu Brjánsdóttur árið 2017.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -