„Heildarfjöldi mála hjá lögreglu sem tengjast broti á sóttkví frá upphafi eru í kringum 200 og ef ég man rétt þá hefur 13 lokið með sektarmeðferð, hitt hefur verið rannsakað og komist að því að ekki hafi verið um brot að ræða,” sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi í dag.
Flest málin komu upp í apríl. Sektir vegna brots á sóttkví geta verið á bilinu 50-250 þúsund krónur eftir alvarleika brots samkvæmt fyrirmælum frá embætti ríkislögreglustjóra. Sektir vegna brota á einangrun geta verið á bilinu 150-500 þúsund krónur.