Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þrettánda(ó)gleðin á Selfossi 1982: „Bensínsprengjur höfðu verið útbúnar og þrjár slíkar sprengdar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrettándagleðin á Selfossi hafði árin á undan oft verið ansi lífleg en árið 1982 breyttist hún í algjörar óeirðir þegar um þrjátíu ungmenni tóku upp á því að loka götum bæjarins og ráðast á lögreglumenn með bensínsprengjum og grjóti. Engin meiðsl urðu á fólki en einn lögreglubíll var skemmdur í látunum. Þá var einni bensínsprengju kastað á samkomuhúsi, fullu af fólki.

DV fjallaði um Þrettándagleðina daginn eftir:

Mikill æsingur á götum Selfoss í gærkvöld: Ráðizt að lögreglu með flösku- og grjótkasti

Lögreglubíll skemmdur og 30 manns fékk að heimsækja fangageymslur

Mikill æsingur greip um sig á götum Selfoss í gærkvöldi og þurfti lögreglan aö fjarlægja um þrjátíu manns af þeim sökum. Hin árlega þrettándagleði fór fram á Selfossi í gærkvöldi en undanfarin ár hefur sú gleði kostað múgæsing. Lögreglan á Selfossi var því viðbúin látum að þessu sinni og hafði fengið aukalið frá Reykjavík sér til hjálpar. Strax er skemmtunin var að byrja þurfti lögreglan að byrja að fjarlægja fólk vegna óspekta. Æstist leikurinn til muna er leið á kvöldið en þá var haldinn dansleikur í Selfossbíói. Nokkur ungmenni reyndu að loka götum bæjarins og er lögreglan reyndi að stöðva leikinn var hafizt handa gegn henni. Ungmennin köstuðu flöskum og grjóti að lögreglumönnum og hlutu nokkrir þeirra meiðsl. Þá var einn af lögreglubílum grýttur. Einnig var nokkuð um rúðubrot í bænum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var gífurlegur mannfjöldi samankominn í bænum og margir komnir langt að. Það munu þó einungis hafa verið heimamenn sem í ólátunum stóðu. Þá sagði lögreglan að búizt hefði verið við átökum eftir reynslu fyrri ára. Ekki var vitað hvaða stefna yrði tekin í áframhaldandi þrettándagleði á Selfossi. Margir munu þó telja að bezt væri að leggja gleðina niður. –

Nokkrum mánuðum síðar birti DV frétt um málið sem þá hafði verið rannsakaði um nokkurt skeið. Kom þar í ljós að óeirðirnar hefðu verið vandlega skipulögð af nokkrum einstaklingum. Þó að einungis hafi þremur bensínsprengjum verið kastað hafi verið búið að útbúa nokkra tugi þeirra.

Þettándaólætin á Selfossi voru vandlega undirbúin af nokkrum einstaklingum

- Auglýsing -

Höfðu útbúið nokkra tugi bensínsprengja —að því er fram hefur komið við rannsókn

Óeirðirnar sent urðu á Selfossi á þrettándanum hafa heldur belur dregið dilk á eftir sér, fyrir suma að minnsta kosti. Lögregluyfirvöld i Árnessýslu hafa rannsakað aðdraganda og aðild einstaklinga að ólátunum og voru 40 einstaklingar yfirheyrðir vegna þessa, ýmist sem vitni eða sakborningar. Þar af voru 5 yngri en 16 ára. Ljóst virðist að ólætin voru vandlega undirbúin af nokkrum einstaklingum. Bensínsprengjur höfðu verið útbúnar og þrjár slíkar sprengdar fyrir miðnætti þetta kvöld. Þar af var einni kastað í vegg samkomuhússins um miðnætti, en þá voru milli 250 og 300 manns inni í húsinu. 32 bensínflöskur voru gerðar upptækar úr bifreið einni um kl. 23. Eigendurnir höfðu ekki náð að sprengja neitt en viðurkenndu að slíkt hefði verið ætlunin. Skömmu áður höfðu 25 heimatilbúnar púðursprengjur verið teknar úr annarri bifreið. Hátt i 200 flöskum var safnað saman og stolið á dansleiknum i Selfossbíói og voru þær ætlaðar til óspekta síðar. Eldur var kveiktur á Hafnarplaninu um kl. 22 og síðan, um það leyti er dansleiknum var að ljúka, var ruslagámi ýtt út á Eyrarveg og kveikt í honum. Þegar lögreglan kom að var tekið á móti henni með flöskukasti og var það upphaf ólátanna. Þá fyrst var lögregluflokkurinn kallaður út, segir í yfirliti frá rannsókninni. Á meðan lögreglan reyndi að dreifa hópnum var kastað í hana flöskum, sumum fullum af bensíni og svo grjóti. Fyrirliði lögregluliðsins, sem frá Reykjavík kom, heimilaði mönnum sínum að beita kylfum til varnar, en til þess kom ekki. Engin slys urðu á fólki og ekkert teljandi eignatjón, utan skemmdir á lögreglubifreið og rúðubrot í barnaskólanum. Lögreglan í Árnessýslu hefur nú kært stóran hóp ungmenna lil sýslumanns. Að sögn Karls F. Jóhannssonar fulltrúa er sumum þeim málum lokið með sektum og dómsátt. Öðrum og alvarlegri brotum verður vísað til rikissaksóknara á næstunni. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir það eru sem hljóta refsingu eða sektir fyrir þátttöku í óeirðunum. Engin kæra eða kvartanir hafa borizt sýslumannsembættinu vegna framgöngu lögreglunnar þetta kvöld

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -