Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Þriggja barna móðir varð fyrir líkamsárás í miðbænum og leitar vitna: „Er bara andlega skelfd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Poula Rós Mittelstein varð fyrir fólskulegri árás í miðbæ Reykjavíkur í gær og leitar nú að vitnum.

Poula Rós Mittelstein, þrítug þriggja barna móðir, sem býr á Reyðarfirði, varð fyrir fólskulegri líkamsárás í gærkvöldi í miðbæ Reykjavíkur. Í árásinni missti hún framtönn og tvær aðrar losnuðu. Poula Rós, sem er rafvirkjanemi hjá Alcoa á Reyðarfirði, fór út að skemmta sér með vini sínum en þau fóru á milli Lebowski Bar og Pablo Discobar allt kvöldið. Hún varð á einhverjum tímapunkti viðskila við vin sinn og fór ein á Pablo Discobar en þar varð hún fyrir hrottalegri líkamsárás. Í nótt birti hún svo ljósmynd af illa förnu andliti sínu á Facebook og óskaði eftir vitnum. Fór hún svo á bráðamóttökuna til aðhlynningar.

Poula Rós eftir árásina

Í samtali við Mannlíf segist hún ekki muna mikið frá árásinni. Hún hafi haldið að árásin hafi átt sér stað á Lebowski Bar en vinur hennar hefði leiðrétt hana og sagt hana hafa gerst á Pablo Discobar. Poulu Rós minnir að árásaraðilinn hafi verið karlmaður en hún lagði fram kæru í gærnótt og bað lögregluna að rannsaka öryggismyndavélar.

Poula Rós dvelur nú heima hjá vini sínum áður en hún keyrir aftur heim á þriðjudaginn. Segist hún enn vera í nokkru áfalli. „Er bara svona andlega skelfd, vont að muna ekkert og er illt í munninum. Það fór framtönn með rót og tvær losnuðu,“ sagði Poula Rós en hún kemst ekki til tannlæknis fyrr en á morgun.

Poula Rós biður þá sem urðu vitni að árásinni eða vita eitthvað um hana að hafa samband við sig í síma 869-5094, og/eða hringja í lögregluna.

Fréttin uppfærð klukkan 21: 46.

- Auglýsing -

Eftir að myndbandsupptaka kom fram, kom í ljós að ekki hafi verið um líkamsárás að ræða heldur var rafmagnshlaupahjóli ekið á Poulu Rós og hún skilin eftir í blóði sínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -