Samkvæmt dagbók lögreglu voru næturverkin talsverð. Þrír gistu í fangaklefa í nótt, einn fyrir innbrot og hinir tveir vegna þess að þeir höfðu ekki í önnur hús að venda, að sögn lögreglu. Einstaklingur var handtekinn vegna gruns um innbrot í vesturhluta borgarinnar. Hann gistir í fangaklefa þar til hægt verður að yfirheyra hann.
Eitthvað var um að ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um vörslu fíkniefna eða akstur undir áhrifum. Einn var grunaður um brot á vopnalögum.
Í Kópavogi og Breiðholti sinnti lögreglan úköllum sem sneru annars vegar að samkvæmishávaða og hugsanlegu fíkniefnamisferli hins vegar.