Alls voru 48 mál skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í morgun til fimm í dag. Tveir gistu í fangageymslu lögreglunnar.
Í miðborginni barst tilkynning um innbrot og þjófnað en einn maður í annarlegur ástandi var handtekinn og vistaður í geymslu lögreglunnar.
Maður með ógnandi hegðun neitaði að yfirgefa veitingastað í Laugardalnum en er lögreglan leitaði á honum fundust ætluð fíkniefna. Var maðurinn laus að lokinni skýrslatöku.
Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í ljós kom að hann reyndist einnig sviptur ökuréttinum en var laus eftir blóðsýnatöku.
Tilkynning barst um þrjá með í bifreið í Hafnarfirðinum og voru þeir sagðir hafa handleikið skammbyssu. Voru þeir handteknir og reyndist loftbyssa í bifreiðinni. Voru þeir lausir að lokinni skýrslutöku.
Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði en einn maður í annarlegur ástandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu en þolandinn reyndist með minniháttar meiðsli.
Lögreglustöð 3
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 109 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 200, afgreitt á vettvangi
Almennt eftirlit