Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þrír læknanemar sakaðir um alvarleg brot í starfi: „Þetta er alls ekki í lagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Læknanemar sagðir hafa brotið trúnað í sundi.

Þrír læknanemar læknadeildar Háskóla Íslands ræddu sjúkrasögu nafngreindra einstaklinga sín á milli í heitum potti í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina. Lýsti einn læknaneminn samskiptum sínum við nafngreinda eldri konu á niðrandi máta. Þar að auki ræddu læknanemarnir á niðrandi hátt um ónafngreinda sjúklinga ásamt þess að ræða um siðfræðikúrs sem einn þeirra hafði klárað og bauðst til hjálpa hinum með. Á annan tug sundgesta sátu á sama svæði og nemarnir meðan umræðurnar áttu sér stað en þær vörðu í rúmar 15 mínútur. Nokkuð ljóst er að um alvarleg brot á persónuvernd er um að ræða.

„Það sem læknanemar gera hérna er að skrifa undir þagnarskyldu strax á fyrsta ári, sem er svo ítrekað reglulega til þeirra. Við tökum þessu mjög alvarlega. Ég er búinn að ræða við kennslustjóra deildarinnar og það sem við getum gert að ítreka að svona mál hafi komið upp og þetta sé alvarlegt,“ sagði Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Mannlíf. Þórarinn vonast eftir því að læknanemarnir gefi sig fram en efast þó um að þeir geri það.

„Ég mun ræða þetta við forstjóra Landspítalans líka, ég fer fund með honum í dag. Þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta er eitt af því sem við leggjum gríðarlega áherslu á, það er persónuverndin. Það er ljóst að þau eiga að vera mjög meðvituð um hversu viðkvæmar upplýsingar þau komast í,“ sagði Þórarinn um málið.

„Við munum setja þá ferla í gang sem við höfum hérna. Það er þá fyrst og fremst ítrekun við nemana og þeir yfirmenn sem snúa að þessu verði upplýstir að svona atburður átti sér stað. Þetta er alls ekki í lagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -