Tilkynnt var um 90 mál til lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um ölvun og hávaða í heimahúsum. Þrír voru vistaðir í fangageymslu lögreglu, allir vegna annarlegs ástands.
Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í bifreið í miðbænum, búið var að brjóta rúðu og stela verðmætum. Afskipti voru höfð af manni á heimili í Garðabæ, maðurinn er grunaður um vörslu og neyslu fíkniefna.
Í Hafnarfirði var farþegi bifreiðar handtekinn, grunaður um sölu fíkniefna og brot á vopnalögum.
Bifreið var ekið á ljósastaur í Árbæ og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.